Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. ágúst 2018 13:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ótta Magnús fór í aðgerð - Gæti misst af leikjum með U21
Óttar Magnús í leik með U21 landsliðinu.
Óttar Magnús í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Óttar Magnús Karlsson er með slitið liðband í þumalputta. Hann fór í aðgerð þess vegna og verður frá næstu vikurnar.

Liðbandið slitnaði fyrir sex vikum en það tók tíma fyrir hann að fá rétta greiningu.

Hann fór í aðgerð fyrir viku síðan og verður í gifsi núna í tvær vikur og byrjar svo vonandi að æfa. Hann verður líklega frá í þrjár til fjórar vikur.

U21 landsliðið er að spila hér heima í næsta mánuði, í undankeppni EM, gegn Eistlandi og Slóvakíu. Óttar gæti verið í hættu á að missa af þessum mikilvægu leikjum.

Óttar Magnús er 21 árs gamall en hann er í láni hjá Trelleborg, botniliði sænsku úrvalsdeildarinnar, frá Molde í Noregi. Óttar hefur komið við sögu í 11 leikjum, þar af byrjað fjóra í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skorað eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner