Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. ágúst 2018 18:02
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: KR hafði betur á Akureyri
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
KA 0 - 1 KR
0-1 Kennie Chopart ('67)

KA fékk KR í heimsókn á Akureyri í fyrsta leik dagsins í Pepsi-deild karla.

Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill en Vesturbæingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og verðskulduðu að komast yfir með marki frá Kennie Chopart.

Kennie fékk frábæra stoðsendingu frá Pálma Rafni Pálmasyni og kláraði færið mjög vel.

KR jók sóknarþungann eftir markið og komst nálægt því að bæta við marki en inn vildi boltinn ekki. Heimamenn fengu færi til að stela stigi undir lokin en Gunnar Þór Gunnarsson var mættur til að tækla boltann burt.

KR er í fjórða sæti með 27 stig eftir 17 umferðir. KA er fimm stigum þar á eftir, sjö stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner