Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. ágúst 2018 20:37
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Andre Silva með þrennu í fyrsta leik
Mynd: Getty Images
Portúgalski landsliðsframherjinn Andre Silva fór afar vel af stað með Sevilla í frumraun sinni í spænsku deildinni.

Silva gerði frábæra hluti hjá Porto og var keyptur til AC Milan fyrir 40 milljónir evra síðasta sumar.

Hann fann sig ekki hjá Milan og var því lánaður til Sevilla í síðustu viku. Hann fékk að spila hálftíma í 2-1 tapi í spænska Ofurbikarnum gegn Barcelona um síðustu helgi en í dag átti Sevilla leik við Rayo Vallecano og fékk Silva að byrja.

Hann endurlaunaði heldur betur traustið því eftir opnunarmark Franco Vazquez skoraði Silva þrennu, sem er einu marki meira en hann skoraði í 24 leikjum í Serie A.

Nýliðar Huesca höfðu þá óvænt betur á útivelli gegn Eibar. Alex Gallar gerði bæði mörk nýliðanna.

Rayo Vallecano 1 - 4 Sevilla
0-1 Franco Vazquez ('15)
0-2 Andre Silva ('31)
0-3 Andre Silva ('45)
0-4 Andre Silva ('79)
1-4 Adri Embarba ('85, víti)

Eibar 1 - 2 Huesca
0-1 Alex Gallar ('5)
0-2 Alex Gallar ('40)
1-2 Gonzalo Escalante ('69)
Athugasemdir
banner
banner
banner