Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 19. ágúst 2018 15:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Norrköping með sigur - Íslendingalið í vandræðum
Gummi Tóta spilaði allan leikinn.
Gummi Tóta spilaði allan leikinn.
Mynd: Getty Images
Guðbjörg leikur með Djurgården.
Guðbjörg leikur með Djurgården.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson og Guðmundur Þórarinsson voru í byrjunarliði Norrköping er liðið bar sigurorðið af Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni.

Eina mark leiksins gerði Simon Skrabb eftir nokkrar sekúndur í seinni hálfleik.

Arnóri var skipt af velli á 55. mínútu en Guðmundur lék allan leikinn.

Arnór, sem er 19 ára, hefur verið orðaður við CSKA Moskvu í Rússlandi.

Eftir þennan sigur í dag er Norrköping komið upp í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.

Íslendingaliðin töpuðu
Íslendingaliðin Djurgården og Limhamn Bunkeflo 07 í úrvalsdeildin kvenna þurftu að sætta sig við að tapa sínum leikjum í dag.

Djurgården með Guðbjörg Gunnarsdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur í byrjunarliðinu tapaði 3-0 fyrir Göteborg, sem er í þriðja sæti, og LB07 með Önnu Björk Kristjánsdóttur og Rakeli Hönnudóttur í sínu liði tapaði 5-2 gegn Linköping.

LB07 er í næst neðsta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Djurgården.

Topplið sænsku úrvalsdeildarinnar, Pitea tapaði gegn Vittsjö áðan en það er gott fyrir Glódísi Perlu Viggósdóttur og hennar stöllur, sem eru í öðru sæti, einu stigi á eftir. Glódís Perla skoraði eitt 10 marka Rosengård í sigri í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner