Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
   mið 19. ágúst 2020 20:37
Helga Katrín Jónsdóttir
Kristín Dís: Leiðinlegt að mega ekki fagna
Kristín Dís Árnadóttir.
Kristín Dís Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Breiðablik vann í kvöld stórsigur á Þór/KA í Pepsi-Max deild kvenna. Kristín Dís Árnadóttir var frábær í hjarta varnarinnar í kvöld og hafði þetta að segja eftir sigurinn:

Lestu um leikinn: Breiðablik 7 -  0 Þór/KA

„Þetta var bara geggjaður leikur, við nýttum okkar færi og gerðum virkilega vel.”

„Við ætluðum að vera þolinmóðar í leiknum, vissum að þær myndu liggja til baka og beita löngum boltum og mér fannst við spila varnarleikinn virkilega vel.”

Við tökum bara leik fyrir leik og erum ekkert að hlusta á umræðuna, spilum bara okkar leik og klárum okkar leiki,” sagði Kristín Dís spurð út í umræðuna um hvort þær væru komnar með níu fingur á titilinn.

Blikar slógu met KR frá 1997 og hafa nú haldið lengst hreinu í úrvalsdeild kvenna.

„Jú það er bara geggjað, við höldum þessu áfram eins lengi og við getum.”

Hvaða áhrif hefur Covid-19 haft á hópinn, með sóttkví, stoppum og breyttum venjum kringum leikina?

„Ekkert mikil, það er frábær stemning í hópnum og við látum þetta ekki á okkur fá. Það er reyndar mjög leiðinlegt að mega ekki fagna, sérstaklega þegar maður skorar sjálfur en svona er þetta bara.”

Viðtalið við Kristínu Dís má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan, þar ræðir hún meðal annars um markmið sín í sumar og undirbúning fyrir næsta leik.
Athugasemdir
banner
banner