Breiðablik vann í kvöld stórsigur á Þór/KA í Pepsi-Max deild kvenna. Kristín Dís Árnadóttir var frábær í hjarta varnarinnar í kvöld og hafði þetta að segja eftir sigurinn:
Lestu um leikinn: Breiðablik 7 - 0 Þór/KA
„Þetta var bara geggjaður leikur, við nýttum okkar færi og gerðum virkilega vel.”
„Við ætluðum að vera þolinmóðar í leiknum, vissum að þær myndu liggja til baka og beita löngum boltum og mér fannst við spila varnarleikinn virkilega vel.”
Við tökum bara leik fyrir leik og erum ekkert að hlusta á umræðuna, spilum bara okkar leik og klárum okkar leiki,” sagði Kristín Dís spurð út í umræðuna um hvort þær væru komnar með níu fingur á titilinn.
Blikar slógu met KR frá 1997 og hafa nú haldið lengst hreinu í úrvalsdeild kvenna.
„Jú það er bara geggjað, við höldum þessu áfram eins lengi og við getum.”
Hvaða áhrif hefur Covid-19 haft á hópinn, með sóttkví, stoppum og breyttum venjum kringum leikina?
„Ekkert mikil, það er frábær stemning í hópnum og við látum þetta ekki á okkur fá. Það er reyndar mjög leiðinlegt að mega ekki fagna, sérstaklega þegar maður skorar sjálfur en svona er þetta bara.”
Viðtalið við Kristínu Dís má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan, þar ræðir hún meðal annars um markmið sín í sumar og undirbúning fyrir næsta leik.
Athugasemdir