Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 19. september 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bakvörður ÍA með átta mörk beint úr aukaspyrnu
Mynd: Skagafréttir
Á Akranesi hefur 18 ára leikmaður í 2. flokki ÍA náð athyglisverðum árangri á leiktíðinni.

Banitraður vinstri fótur hans hefur svo sannarlega skilað árangri í aukaspyrnum fyrir liðið. Þór Llorens Þórðarson, vinstri bakvörður ÍA í 2. flokki, er markhæsti leikmaður liðsins ásamt Stefáni Ómari Magnússyni. Þetta segja Skagafréttir.

Bæði Þór og Stefán Ómar eru komnir með níu mörk með 2. flokksliði ÍA í sumar. Liðið getur með sigri í lokaumferðinni tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Lokaleikurinn er gegn Fylki á fimmtudaginn á útivelli. Það eru 13 ár síðan ÍA sigraði síðast á Íslandsmótinu í þessum aldursflokki.

Þór er stór partur af þessum flotta árangri en hann er sérstaklega góður í aukaspyrnum. Átta af níu mörkum hans með liðinu hafa komið beint úr aukaspyrnu.

Þetta er mögnuð tölfræði en á vef Skagafrétta má sjá mörk sem Þór hefur skorað í sumar.
Athugasemdir
banner
banner