Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Casillas setti met í Meistaradeildinni - 20 leiktíðir
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn Iker Casillas setti í gærkvöldi met þegar hann spilaði með Porto gegn Schalke í Meistaradeildinni.

Hann er að spila sitt 20. tímabil í Meistaradeildinni en hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem nær þeim áfanga.

Hann tekur fram úr Ryan Giggs, fyrrum leikmanni Manchester United og núverandi landsliðsþjálfara Wales, sem spilaði í 19 tímabil í Meistaradeildinni.

Paul Scholes, annar fyrrum leikmaður Man Utd, er í þriðja sæti með 17 leiktíðir.

Casillas, sem er 37 ára, spilaði 16 leiktíðir í Meistaradeildinni með Real Madrid en er núna að fara inn í sitt fjórða tímabil með Porto. Hann hefur unnið Meistaradeildina þrisvar.

Hann fékk á sig eitt mark í 1-1 jafntefli gegn Schalke í gær. Porto er auk þess með Galatasaray og Lokomotiv Moskvu í riðli í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner