Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hætti hjá West Brom út af Van Dijk
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk er varnarmaður sem stuðningsmenn Liverpool elska. Hann hefur verið frábær eftir að hann gekk í raðir félagsins frá Southampton í janúar síðastliðnum.

Van Dijk þurfti að leggja hart að sér til að komast til Liverpool en hann spilaði með Groningen og Celtic áður en hann fór til Southampton árið 2015. Hjá Southampton spilaði hann það vel að stóru liðin fóru að taka eftir honum.

Van Dijk varð dýrasti varnarmaður sögunnar þegar Liverpool borgaði 75 milljónir punda fyrir hann.

Það er örugglega mikið svekkelsi í herbúðum West Brom núna eftir að félagið hlustaði ekki á njósnara sinn þegar hann benti félaginu á að kaupa Van Dijk frá Celtic.

„Ég vissi eftir 20 mínútur að hann væri nægilega góður til að spila í ensku úrvalsdeildinni," sagði njósnarinn Stuart Millar í samtali við Scottish Sun.

„Ég setti í skýrslu mína við myndum tvöfalda upphæðina á innan tveimur árum ef við myndum kaupa Van Dijk. Ég hafði rangt fyrir mér, þeir hefðu tífaldað upphæð sína."

West Brom ákvað hins vegar ekki að eltast við Van Dijk og segir Millar að það sé ástæðan fyrir því að hann yfirgaf félagið. Millar er í dag yfirmaður knattspyrnumála hjá Stranraer í skosku C-deildinni. West Brom er í Championship-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner