banner
   mið 19. september 2018 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KSÍ tekur ákvörðun um niðurstöðu leiksins á morgun
Klara Bjartmarz, framkvæmdatjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdatjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd sem var tekin í dag. Leikmenn Hugins á Seyðisfjarðarvelli.
Mynd sem var tekin í dag. Leikmenn Hugins á Seyðisfjarðarvelli.
Mynd: Huginn
Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins.
Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur verið vel fjallað um "Hugins-Völsungs málið" í kvöld.

Endurtekinn leikur Hugins og Völsungs í 2. deild karla átti að fara fram í dag, klukkan 16:30.

Liðin mættust fyrst í ágúst og þá hafði Huginn betur 2-1 en afrýjunardómstóll KSÍ ógildi viðureign liðanna vegna dómaramistaka sem áttu sér stað í leiknum og vegna skýrslugerðar dómara efti leikinn.

Völsungur kærði framkvæmd leiksins þar sem félagið taldi að skýrslan hafi verið fölsuð.

Huginsmenn lýstu yfir óánægju sinni með dóminn þegar hann var kveðinn upp.

Sjá einnig:
Yfirlýsing Hugins - Hafnar niðurstöðu áfrýjunardómstóls

Í dómsuppkvaðningu kemur fram að leikurinn eigi að fara fram á Seyðisfjarðarvelli en hann var fyrr í dag færður á Egilsstaði, á Fellavöll. Þangað mætti lið Völsungs rétt upp úr klukkan 15 en Huginsmenn mættu ekki. Leikmenn Hugins mættu þess í stað á Seyðisfjarðarvöll.

Formaður knattspyrnudeildar Hugins segir að það hafi aldrei komið til greina að ferðast á Fellavöll þrátt fyrir að Huginn hafi haft samband við KSÍ fyrr í dag til þess að greina frá því að Seyðisfjarðarvöllur væri óleikhæfur.

„KSÍ tekur ákvörðun hvort vellirnir séu óleikhæfir, það er ekki okkar hlutverk að dæma um það. Við mæltum með því að leiknum yrði frestað því það er bara einn völlur tekinn fram í dómnum og það er Seyðisfjarðarvöllur," sagði Sveinn Ágúst, formaður knattspyrnudeildar Hugins, við Fótbolta.net.

Niðurstaða á morgun
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi við mbl.is um málið í kvöld og þar sagði hún að ákvörðun yrði tekin um niðurstöðu í leiknum á morgun.

„Fella­völl­ur er skil­greind­ur sem vara­völl­ur Hug­ins og fé­lagið til­kynnti okk­ur það í morg­un að völl­ur­inn væri óleik­fær. Þeir sendu okk­ur meðal ann­ars ljós­mynd­ir, máli sínu til stuðnings. Leik­ur­inn var þess vegna færður og við send­um báðum fé­lög­um til­kynn­ingu um það," sagði Klara við mbl.is.

„Við mun­um skoða þetta mál á morg­un en venj­an er sú, þegar lið mæt­ir ekki til leiks, að mót­herj­um þess er dæmd­ur 3:0-sig­ur. Ég ætla hins veg­ar ekki að full­yrða um hvað við mun­um gera í þessu til­tekna máli og við mun­um taka ákvörðun um það á morg­un."

Ef Völungi verður dæmdur 3-0 sigur eins og líklegt er þá ætlar Huginn að kæra þann úrskurð. Þetta segir Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins, í sömu grein mbl.is.

„Ef okk­ur verður dæmd­ur ósig­ur í þess­um leik þá mun­um við kæra þann úr­sk­urð áfram. Við telj­um okk­ur hafa staðið við dóm KSÍ í þessu máli," sagði Brynjar.

Þessu máli er klárlega ekki lokið.
Athugasemdir
banner
banner
banner