Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 13:56
Magnús Már Einarsson
Leikjahæsti leikmaður í sögu Tottenham kemur til Íslands
Vernharð Þorleifsson, stuðningsmaður Tottenham, og Steve Perryman kátir.  Myndin er nokkuð gömul.
Vernharð Þorleifsson, stuðningsmaður Tottenham, og Steve Perryman kátir. Myndin er nokkuð gömul.
Mynd: Úr einkasafni
Tottenhamklúbburinn á Íslandi verður með hitting á Sportbarinn Ölver næsta laugardag, 22. september. Heiðursgestur er Steve Perryman, leikjahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi.

Steve Perryman átti langan og farsælan feril með Tottenham og spilaði 655 deildarleiki fyrir félagið og í heildina 866 leiki fyrir Tottenham.

Steve Perryman kom með liði Tottenham og spilaði gegn ÍBK í Keflavík í september 1971 og einnig spilaði hann með B-liði Englands á Laugardalsvelli í júní 1982.

Dagskrá verður eftirfarandi:
16.30 Horft á leik Brighton - Tottenham í Ensku úrvalsdeildinni.
19.00 Pizzahlaðborð og drykkur ( bjór/gos )
Svo um kvöldið mun Steve Perryman halda létta ræðu
Happdrætti þar sem ýmsir skemmtilegir vinningar verða í boði ... þar með áritaður varningur frá Tottenham.
Stuðningsmenn Tottenham að eiga góða kvöldstund saman.

Það kostar 2.000.- inn á kvöldið og innifalið í því er Pizzahlaðborð og drykkur.
Happdrættismiðar verða seldir á staðnum á 1.000.- stk.

Hægt er að skrá sig á viðburðinn á Facebook
Athugasemdir
banner
banner
banner