Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. september 2018 21:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City fyrsta enska liðið sem tapar fjórum leikjum í röð
Mynd: Getty Images
Það hefur lítið gengið hjá Manchester City í síðustu leikjum liðsins í Meistaradeildinni.

Manchester City tapaði á heimavelli í kvöld gegn franska liðinu Lyon.

Franska liðið komst yfir á 26. mínútu eftir skelfileg mistök Fabian Delph, sem lék í vinstri bakverði.

Nabil Fekir, sem var sterklega orðaður við Liverpool í sumar, bætti við marki fyrir hálfleik og staðan Lyon mjög góð. Bernardo Silva minnkaði muninn fyrir City um miðjan seinni hálfleik en lengra komst City-liðið ekki.

Þetta er fjórða tap Manchester City í Meistaradeildinni í röð. Liðið tapaði tvisvar fyrir Liverpool á síðustu leiktíð og gegn Basel í 16-liða úrslitunum á heimavelli. Man City, sem er ríkjandi Englandsmeistari, er fyrsta enska liðið í sögunni sem tapar fjórum leikjum í röð í Meistaradeildinni.



Athugasemdir
banner
banner
banner