Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Mane: Sagði Firmino að hann þyrfti ekki auga til að spila
Firmino meiddist á auga gegn Tottenham.
Firmino meiddist á auga gegn Tottenham.
Mynd: Getty Images
Sadio Mane, leikmaður Liverpool, segist hafa sent Roberto Firmino skilaboð á mánudag til að hvetja hann til að spila leikinn gegn PSG í Meistaradeildinni.

Firmino meiddist á auga gegn Tottenham um helgina og var tæpur fyrir leikinn gegn PSG í gærkvöldi. Hann kom á endanum inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið í viðbótartíma.

„Ég tel að Bobby þurfi ekki augun sín til að spila og ég sagði honum það," sagði Mane léttur í bragði eftir leikinn í gær.

„Ég sendi honum skilaboð á mánudaginn og sagði 'Hey Bobby, komdu, við þurfum á þér að halda."

Firmino hefur áður skorað í autt markið þar sem hann lítur undan þegar hann setur boltann yfir línuna. „Þið hafið séð öll mörkin hans þar sem hann horfir ekki á markið svo ég tel að hann þurfi ekki auga til að spila. Ég sendi skilaboð á hann 'Þú þarft ekki augað," sagði Mane.
Athugasemdir
banner
banner
banner