Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Man Utd hefur leik í Sviss
Man Utd spilar á gervigrasi í Sviss.
Man Utd spilar á gervigrasi í Sviss.
Mynd: Getty Images
Fær Arnór að spreyta sig með CSKA?
Fær Arnór að spreyta sig með CSKA?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar 2018/19 lýkur í kvöld með leikjum í E-, F-, G- og H-riðlum.

Manchester United hefur keppni í dag. United heimsækir Young Boys frá Sviss en leikurinn fer fram á gervigrasi. Í sama riðli spilar Valencia við Juventus. Báðir leikirnir fara fram klukkan 19:00.

Það hefjast tveir leikir klukkan 16:55. Ajax spilar við AEK Aþenu á þeim tíma og Shakhtar Donetsk mætir Hoffenheim. Í riðli Ajax og AEK þá mætast Benfica og Bayern München síðar um kvöldið og í riðli Shakhtar og Hoffenheim spilar Manchester City við Lyon á Etihad-vellinum í Manchester.

Í G-riðlinum eru svo tveir athyglisverðir leikir. Real Madrid, ríkjandi meistararnir, spila við Roma, sem komst í undanúrslitin á síðustu leiktíð. Þá spilar Íslendingalið CSKA Moskvu við Viktoria Plzen frá Tékklandi.

Hörður Björgvin Magnússon verður ekki með CSKA vegna meiðsla en Arnór Sigurðsson gæti fengið tækifærið. Efnilegur leikmaður þar á ferð.

Hér að neðan má sjá leiki dagsins.

Leikir dagsins

E-riðill
16:55 Ajax - AEK Aþena (Stöð 2 Sport)
19:00 Benfica - Bayern München

F-riðill
16:55 Shakhtar Donetsk - Hoffenheim
19:00 Manchester City - Lyon (Stöð 2 Sport 3)

G-riðill
19:00 Real Madrid - Roma (Stöð 2 Sport 5)
19:00 Viktoria Plzen - CSKA Moskva

H-riðill
19:00 Young Boys - Manchester United (Stöð 2 Sport)
19:00 Valencia - Juventus (Stöð 2 Sport 6)

View this post on Instagram

Preparation for champions league💯🔜

A post shared by Arnór Sigurðsson (@arnor.sigurdsson) on


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner