Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Memphis Depay: Betri eftir að ég fór frá Man Utd
Memphis Depay fagnar marki með Lyon.
Memphis Depay fagnar marki með Lyon.
Mynd: Getty Images
Memphis Depay, kantmaður Lyon, segist hafa orðið miklu betri leikmaður eftir að hann yfirgaf Manchester United.

Depay kom til United frá PSV Eindhoven á 27,9 milljónir punda árið 2015. Hann var í nítján mánuði hjá félaginu og skoraði sjö mörk í 53 leikjum áður en Lyon keypti hann á 21,7 milljón punda.

Hjá Lyon hefur Depay skorað 28 mörk í 74 leikjum en hann verður í eldlínunni gegn Manchester City í Meistaradeildinni í kvöld.

„Allir þekkja söguna hjá mér og Manchester United. Það gekk ekki vel þar en ég er ánægður með að vera leikmaðurinn sem ég er í dag," sagði Depay.

„Ég get litið til baka og sagt að ég vildi ekki að hlutirnir myndu fara svona, enginn vill það. Hlutir gerðust og ég varð miklu betri leikmaður fyrir vikið. Ég finn það í leikjum og allir geta séð það líka."

„Eftir eitt tímabil var ég ekki í liðinu. Ég var ennþá ungur og fékk ekki mikið af tækifærum. Á fyrsta tímabili mínu náði ég ekki að sýna sömu gæði og ég reiknaði með."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner