Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. september 2018 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Pogba sýndi töfra í fyrsta markinu og það róaði okkur"
Dalot í leiknum. Stuðningsmenn Man Utd eru spenntir fyrir honum.
Dalot í leiknum. Stuðningsmenn Man Utd eru spenntir fyrir honum.
Mynd: Getty Images
Bakverðirnir Luke Shaw og Diogo Dalot mættu saman í viðtal eftir 3-0 sigur Manchester United á Young Boys frá Sviss í Meistaradeildinni í kvöld. Shaw og Dalot voru flottir í leiknum. Dalot, sem er 19 ára, fékk mikið hrós á samfélagsmiðlum en hann var að spila sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir United eftir að hafa verið keyptur frá Porto í sumar.

„Þetta var mjög gott. Liðið hjálpaði mér mikið í undirbúningi fyrir þennan leik. Ég er ánægður með minn fyrsta leik og sigurinn. Það er það mikilvægasta," sagði Dalot.

„Young Boys liðið er vant því að spila á þessum velli (gervigras). Við erum það ekki. Þetta var erfitt en við vissum það og vorum vel undirbúnir."

Hrósaði Pogba í hástert
Luke Shaw hrósaði Paul Pogba mikið. Pogba skoraði tvö og lagði upp eitt. Hann var fyrirliði United í leiknum.

„Fyrri hálfleikurinn var mjög erfiður. Við byrjuðum ekki vel. Völlurinn var erfiður en við náðum tökum á honum. Pogba sýndi töfra í fyrsta markinu og það róaði okkur," sagði Shaw.

„Pogba er stundum gagnrýndur en við vitum af gæðum hans. Að mínu mati er hann einn besti leikmaður heims."


Athugasemdir
banner
banner
banner