Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ramos segir Griezmann hafa sýnt fáfræði í svari sínu
Griezmann hefur unnið nokkra titla á ferli sínum.
Griezmann hefur unnið nokkra titla á ferli sínum.
Mynd: Getty Images
Antoine Griezmann, leikmaður Atletico Madrid, kveðst vera svipað góður og Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

Aðspurður að því í viðtali við AS, hvort hann væri á toppnum með Messi og Ronaldo þá svaraði Griezmann því játandi.

Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, er ekki alveg sammála Frakkanum.

Ramos sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær og þar var hann spurður út í ummæli Griezmann.

„Þetta er fáfræði, í hvert skipti sem ég heyri þennan strák tala þá hugsa ég um Totti, Buffon, Iker (Casillas), Raul, Iniesta, Xavi og svo framvegis. Leikmenn sem hafa unnið fullt af titlum en eiga hafa aldrei unnið Ballon D’Or," sagði Ramos.

„Hann ætti að hlusta á menn eins og Simeone, Koke og Godin. Ég hef alltaf sagt að hann sé góður leikmaður."

Ramos og félagar í Real Madrid mæta Roma í Meistaradeildinni í kvöld.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner