Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 09:06
Magnús Már Einarsson
Þrír í banni í leik FH og Vals - Pétur ekki meira með
Haukur Páll verður í banni gegn FH.
Haukur Páll verður í banni gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikmenn taka út leikbann þegar FH og Valur mætast í næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar á laugardaginn.

Steven Lennon og Pétur Viðarsson fengu báðir rauða spjaldið gegn Vikingi R. á sunnudaginn og taka út bann. Pétur var að fá sitt annað rauða spjald á tímabilinu og í gær var hann úrskurðaður í tveggja leikja bann. Tímabilinu er því lokið hjá honum.

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, er einnig í banni eftir að hafa fengið sitt sjöunda gula spjald á tímabilinu í leiknum gegn ÍBV um síðustu helgi.

Björn Berg Bryde og Brynjar Ásgeir Guðmundsson, varnarmenn Grindavíkur, verða í leikbanni gegn KA á sunnudaginn.

Í Inkasso-deildinni verða Axel Sigurðarson og Gísli Martin Sigurðsson hjá ÍR og Sigurður Marinó Kristjánsson hjá Magna í leikbanni á laugardag þegar liðin mætast í hreinum úrslitaleik um það hvort liðið heldur sæti sínu í deildinni.

Í Pepsi-deild kvenna verður Fatma Kara, leikmaður HK/Víkings, í leikbanni í lokaumferðinni gegn KR á laugardag en hún fékk rauða spjaldið gegn ÍBV í fyrrakvöld.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner