Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. september 2019 21:45
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær: Frábært tækifæri fyrir ungu leikmennina
Ole Gunnar Solskjær á Old Trafford í kvöld
Ole Gunnar Solskjær á Old Trafford í kvöld
Mynd: Getty Images
Norski knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær var ánægður með framlag sinna manna í 1-0 sigrinum á Astana í Evrópudeildinni í kvöld en leikurinn fór fram á Old Trafford.

Solskjær stillti upp ungum leikmönnum í bland við þá reynslumeiri en liðið átti þó í erifðleikum með að nýta færin.

Það var hinn 17 ára gamli Mason Greenwood sem gerði það þó á 73. mínútu er hann lék á varnarmann og skoraði á milli lappa markvarðarins.

„Við gerðum okkur erfitt fyrir. Þegar maður mætir í svona leiki þá verður maður að vera viss um að vinna leikinn á fyrstu 20 mínútunum og maður getur svo notið þess," sagði Solskjær.

„Það sást alveg bersýnilega að nokkrir leikmenn á vellinum þurfa á fleiri leikjum að halda en það var ánægjulegt að ná í sigurinn."

Solskjær var ánægður með Greenwood sem náði í fyrsta mark sitt fyrir félagið. Tveir aðrir ungir leikmenn spiluðu en það voru þeir Angel Gomes og Tahith Chong.

„Við vissum alltaf að í kringum teiginn þá væri Greenwood einn sá besti í liðinu til að klára færin. Hann fer núna örugglega heima og verður ánægður með markið. Þessi dagur var frábært tækifæri fyrir ungu leikmennina og við hefðum ekki sett þá í byrjunarliðið ef þeir væru ekki tilbúnir. Nokkrir af þeim spila ekki gegn West Ham um helgina en þeir munu klárlega spila gegn Rochdale í næstu viku," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner