lau 19. september 2020 19:55
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Barcelona og Inter með sigra
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það fóru nokkrir æfingaleikir fram í dag þar sem Inter skoraði sjö gegn Pisa á meðan Barcelona lagði Elche að velli 1-0.

Antoine Griezmann gerði eina mark leiksins gegn Elche. Ronald Koeman tefldi fram sterku byrjunarliði sem innihélt Lionel Messi, Philippe Coutinho og Ansu Fati ásamt Griezmann.

Lautaro Martinez setti þrennu og gerði Christian Eriksen tvennu í stórsigri Inter. Romelu Lukaku og Roberto Gagliardini komust einnig á blað.

Lazio gerði þá markalaust jafntefli við Benevento, nýliða í Serie A undir stjórn Filippo Inzaghi, á meðan liðsfélagar Emils Hallfreðssonar í Padova lögðu Reggiana að velli.

Simone Inzaghi, bróðir Pippo, er við stjórnvölinn hjá Lazio. Þeir bræðurnir gerðu því jafntefli og munu mætast aftur í keppnisleik 16. desember.

Inter 7 - 0 Pisa
1-0 Romelu Lukaku ('5)
2-0 Roberto Gagliardini ('11)
3-0 Lautaro Martinez ('15)
4-0 Christian Eriksen ('20)
5-0 Lautaro Martinez ('36)
6-0 Lautaro Martinez ('38)
7-0 Christian Eriksen ('74)

Barcelona 1 - 0 Elche
1-0 Antoine Griezmann ('2)

Lazio 0 - 0 Benevento

Padova 2 - 1 Reggiana

Athugasemdir
banner
banner
banner