Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. september 2020 11:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Norwich neitar tilboði Barcelona í Aarons
Mynd: Getty Images
Stórliðið Barcelona er að reyna fá enska hægri bakvörðinn Max Aarons frá Norwich City.

Samkvæmt heimildum SkySports þá neitaði Norwich tilboði frá Barcelona. Barcelona vill fá Aarons að láni út þessa leiktíð.

Aarons er U21 landsliðsmaður og Norwich er sagt hafa neitað þar sem Barcelona var ekki viljugt að hafa klásúlu í lánssamningnum um að Barca þyrfti að kaupa leikmanninn að loknum lánssamningnum.

Aarons er sagður hafa náð samkomulagi við Barca en félögunum hefur ekki náð saman.

Barcelona er einnig að skoða Sergino Dest frá Ajax. Aarons er sagður undir smásjá Bayern Munchen og PSG. Norwich féll úr ensku úrvalsdeildinni nú í sumar og spilar í Championship deildinni á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner