Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 19. september 2022 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mbappe neitaði að taka þátt í myndatöku hjá landsliðinu
Mynd: EPA

Kylian Mbappe leikmaður PSG og franska landsliðsins neitaði að taka þátt í myndatöku á vegum landsliðsins í aðdraganda leikja í Þjóðadeildinni í vikunni.


Frakkland tekur á móti Austurríki á fimmtudaginn og Dannmörku á sunnudaginn. Frakkar eru án sigurs með tvö stig eftir fjóra leiki í Þjóðadeildinni.

Mbappe var kallaður í myndatöku á vegum landsliðsins en hann neitaði að taka þátt í henni. Hann hefur áður hafnað svipuðu boði en það er ekki vegna peninga eða þess háttar.

Málið er að hann vill stjórna því í hvað myndir af honum eru notaðar. Fyrr á árinu var hann boðinn í myndatöku í veðmála og skyndibitaauglýsingar sem hann kærði sig ekki um að vera tengdur við.

Allar auglýsingatekjur sem hann fær í tengslum við landsliðið fara í góðgerðarstarfsemi.


Athugasemdir
banner
banner
banner