fös 19. október 2018 19:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Guardiola segir Sancho ekki hafa viljað vera hjá City
Guardiola sér ekki fyrir sér að Sancho komi aftur til City.
Guardiola sér ekki fyrir sér að Sancho komi aftur til City.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho vildi ekki vera hjá Manchester City og er ólíklegt að hann snúi aftur til félagsins í framtíðinni samkvæmt Pep Guardiola, knattspyrnustjóra félagsins.

Sancho spilaði sinn fyrsta leik fyrir enska landsliðið í landsleikjahléinu eftir að hafa byrjað tímabilið með Borussia Dortmund. Sancho hefur lagt up sex mörk fyrir liðsfélaga sína ásamt því að skora eitt. Árangurinn er sérstaklega merkilegur í ljósi þess að hann hefur aðeins byrjað einn leik fyrir liðið á tímabilinu og komið inn af bekknum í sex öðrum leikjum.

Guardiola var spurður hvort að Sancho myndi snúa aftur til City á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Burnley um helgina.

„Ég veit það ekki, í fótbolta getur þú aldrei sagt nei en ég veit það ekki. Ég held að þegar hann hafi tekið ákvörðun um að fara héðan hafi það verið af því að hann vildi ekki vera hér. Ef hann vill ekki vera hér held ég að hann hlakki ekki til að koma aftur hingað. Það er mín skoðun,” sagði Pep Guardiola.

„Við vitum hvað við gerðum með Jadon. Við gerðum okkur allt, hann ákvað að fara til Þýskalands. Ég óska honum alls hins besta. Hann er að byrja ferililnn mjög vel, vonandi getur hann afrekað það sem hann leitast að og það er góðs viti fyrir England. Ég er ánægður með að hann sé að spila vel.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner