banner
   fös 19. október 2018 21:17
Ingólfur Páll Ingólfsson
Khabib fékk treyju Harðar eftir sigurleik
Hörður í baráttunni fyrr á tímabilinu.
Hörður í baráttunni fyrr á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði CSKA Moskva sem sigraði Anzhi Makhachkala með tveimur mörkum gegn engu í dag.

Eftir leik kíkti nýkrýndi UFC meistarinn Khabib Nurmagomedov á Hörð og félaga þar sem hann fagnaði sigrinum með þeim ásamt því að fá treyju Harðar. Hörður greindi sjálfur frá þessu á Instagram síðu sinni.

Khabib sjálfur er stuðningsmaður Anzhi Makhachkala en hann lét tapið ekki trufla sig of mikið of mikið og kíkti í klefann hjá andstæðingunum þar sem hann hitti leikmenn liðsins og fékk myndir af sér. Khabib þekkir það ekki vel að tapa enda er hann ósigraður í UFC bardagaíþróttinni, með 27 sigra.


Athugasemdir
banner
banner
banner