Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. október 2018 21:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
McManaman segir Real að kaupa Mbappe frekar en Neymar
Mbappe er heitasti bitinn þessa stundina.
Mbappe er heitasti bitinn þessa stundina.
Mynd: Getty Images
Steve McManaman, fyrrum leikmaður Real Madrid vill sjá félagið fjárfesta í Kylian Mbappe frekar en Neymar og segir ennfremur að ekki sé hægt að útiloka nein félagsskipti eftir brottför Ronaldo síðastliðið sumar.

Stórveldið var á höttunum eftir Mbappe árið 2017 en leikmaðurinn gaf lítið fyrir það og ákvað að fara til PSG. Mbappe er orðaður við brottför frá Frakklandi en það er ljóst að gríðarlega háa fjárhæð þarf til þess að næla í leikmanninn. McManaman hafði þetta að segja um málið.

„Hvorn myndi ég frekar vilja sjá spila fyrir Real Madrid þessa stundina? Mpabbe. Hann er ungur, 19 ára og ég held að vegna þess getur þú kennt honum meira. Það yrði auðveldara að fá hann yfir,” sagði McManaman.

PSG eru líklegir til þess að sporna við mögulegum félagsskiptum með því að setja risaverðmiða á báða leikmennina. Eins og frægt er fékk PSG Neymar til sín fyrir 196 milljónir punda á sínum tíma. Aðeins 12 mánuðum síðar fór Cristiano Ronaldo til Juventus fyrir háa fjárhæð og því er ljóst að Mbappe myndi kosta þó nokkrar krónur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner