Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. október 2018 08:25
Elvar Geir Magnússon
Wenger orðaður við Bayern - Arsenal horfir til Moreno
Powerade
Moreno er orðaður við Arsenal.
Moreno er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Fer Alexis Sanchez fá Old Trafford?
Fer Alexis Sanchez fá Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Þolinmæði á þrotum.
Þolinmæði á þrotum.
Mynd: Getty Images
Wenger, Moreno, Sanchez, Hazard, Neymar, Morata og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. Njótið!

Bayern München hefur boðað til fréttamannafundar í dag og er stórra tíðinda að vænta. Sögusagnir eru um að fundurinn gæti snúið að þjálfaramálum en spjót beinast að Niko Kovac eftir slaka byrjun Bæjara á tímabilinu. (Bild)

Sögusagnir eru í gangi í Þýskalandi um að Arsene Wenger gæti tekið við Bayern. (Mirror)

Það hefur vakið áhuga Arsenal að samningur spænska vinstri bakvarðarsins Alberto Moreno (26) við Liverpool rennur út í sumar. Moreno er varaskeifa á Anfield og talið að hann færi sig um set. (Mirror)

Alexis Sanchez (29) er sagður vera að huga að brottför frá Manchester United, aðeins níu mánuðum eftir að hann kom frá Arsenal. (Mail)

Enski sóknarmaðurinn Daniel Sturridge (29) er tilbúinn að skrifa undir framlengingu hjá Liverpool. (Sun)

Chelsea vonast til að hefja viðræður við belgíska landsliðsmanninn Eden Hazard (27) í næsta mánuði. Chelsea ætlar að reyna að sannfæra Hazard um að framtíð hans sé best borgið á Stamford Bridge. (Mail)

Það yrði ánægja í búningsklefa Barcelona ef Spánarmeistararnir endurheimta Neymar (26) frá Paris St-Germain. (Mundo Deportivo)

Sean Dyche, stjóri Burnley, mun ekki standa í vegi fyrir enska markverðinum Tom Heaton (32) ef hann vill yfirgefa félagið. (Mirror)

Svíinn Zlatan Ibrahimovic (37) segir að hann myndi hafna endurkomu til Manchester United í janúar, þegar MLS-deildin er í fríi. (Sky Sports)

Franski sóknarleikmaðurinn Anthony Martial (22) hefur hafnað fjölda samningstilboða frá Manchester United. (RMC Sport)

Chelsea hefur misst þolinmæðina gagnvart spænska sóknarmanninum Alvaro Morata (25) og mun reyna að fá inn annan sóknarmann í janúar. (Sun)

Jack Wilshere (26) fyrrum leikmaður Arsenal, segir að Aaron Ramsey (27) ætti að vera framtíðafyrirliði Arsenal frekar en að vera á förum í sumar. (Evening Standard)

Liverpool mun fara fram á meira en 20 milljónir punda fyrir belgíska sóknarmanninn Divock Origi (23) ef hann verður seldur í janúarglugganum, (Liverpool Echo)

Real Betis hefur áhuga á Úkraínumanninum Oleksandr Zinchenko (21) hjá Manchester City. (AS)

Rafael Benítez hefur fengið þau skilaboð að hann muni ekki fá háar fjárhæðir til að fá inn nýja leikmenn til Newcastle í janúarglugganum, (Chronicle)

Mauricio Pochettino segir enga eftirsjá í því að Tottenham hafi ekki keypt neinn leikmann í sumar. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner