Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. október 2019 18:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Annar sigur Arnars - Stórtöp Kristianstad og Rostov
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson virðist vera búinn að finna réttu blönduna sem stjóri hjá KSV Roeselare. Um síðustu helgi vann liðið sinn fyrsta leik undir hans stjórn og í dag vann liðið aftur.

St. Gilloise kom í heimsókn og fór burt með 3-0 tap á bakinu. Mörkin þrjú komu öll í seinn hálfleik. Roeselare er komið úr botnsætinu, í bili að minnsta kosti, en liðið er með átta stig eftir ellefu umferðir. Lommel vermir botnsætið en á leik til góða.

Roeselare 3 - 0 St. Gilloise.

Zenit gersamlega gekk frá Rostov á heimavelli sínum í dag. Björn Bergmann Sigurðarson var á bekknum hjá Rostov en Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi liðsins. Ragnar meiddist í landsleik Íslands og Andorra á mánudag.

Zenit leiddi 3-0 í hálfleik og bætti við þremur mörkum í seinni hálfleik. Roman Eremenko gerði eina mark Rostov í 6-1 tapi, Artem Dzyuba gerði þrennu fyrir Zenit. Rostov er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliðum Lokomotiv og Zenit.

Sjá einnig: Umfjöllun um Viðar Örn, Íslendingaslaginn í 2. deildinni í Noregi, Helsingborg og Willum.

Zenit 6 - 1 Rostov

Eskilstuna kjöldróg þá Kristianstad á heimavelli í sænsku kvenna Allsvenskan. Eskilstuna leiddi 3-0 í hálfleik og bættu heimakonur við tveimur mörkum.

Sif Atladóttir og Svava Guðmundsdóttir spiluðu allan leikinn fyrir Kristianstad og Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins. Kristianstad er sem stendur í 5. sæti deildarinnar með 33 stig.

Eskilstuna 5 - 0 Kristianstad
Athugasemdir
banner
banner