lau 19. október 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bryndís Rut meðal þeirra sem framlengja við Tindastól
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennadeild Tindastóls er búin að semja við stóran hluta af liði sínu fyrir komandi átök í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Tindastóll endaði í þriðja sæti, tveimur stigum frá FH sem fór upp í Pepsi Max-deildina.

Í gær var tilkynnt um framlengingu lykilmanna liðsins, þeirra Jacqueline Altschuld og Murielle Tiernan, en þær voru sex aðrar sem framlengdu við meistaraflokk.

Meðal þeirra er fyrirliðinn Bryndís Rut Haraldsdóttir sem komst á varamannabekkinn hjá liði ársins í sumar. Murielle var besti leikmaður deildarinnar og komst Jacqueline einnig á bekkinn.

Guðrún Jenný Ágústsdóttir, fædd 1991, og Bergljót Ásta Pétursdóttir, 2001, framlengdu einnig samninga sína. Þær léku stór hlutverk í sumar.

Þá er Krista Sól Nielsen, 2002, búin að skrifa undir sem og systurnar Hugrún og Eyvör Pálsdætur, fæddar 1997 og 2002. Allar komu þær við sögu í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner