Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. október 2019 16:48
Ívan Guðjón Baldursson
Dyche: VAR kostaði okkur stig í dag
Mynd: Getty Images
Burnley tapaði 2-1 gegn sterku liði Leicester City í enska boltanum í dag. Chris Wood kom Burnley yfir í fyrri hálfleik en Jamie Vardy og Youri Tielemans sneru leiknum við fyrir heimamenn.

Wood kom knettinum aftur í netið á lokakaflanum en markið ekki dæmt gilt vegna brots í aðdragandanum. Sean Dyche er ekki sáttur með þessa ákvörðun dómarans.

„Ég er mikill stuðningsmaður VAR en það verður að nota þessa tækni á gáfulegri hátt en þetta. Varnarmaðurinn sem er brotið á er ekki að fara að ná til boltans á milljón árum. Jú, það er snerting, en það er enginn vilji í snertingunni og það breytist ekkert í sókninni við þessa snertingu," sagði Dyche.

„Hann skoðaði atvikið ekki einu sinni aftur á myndavélinni! Ég held hann hefði ekki dæmt markið af hefði hann séð atvikið sjálfur. Ég held að VAR eigi eftir að skána með tímanum en það er ekki hægt að taka svona heimskulegar ákvarðanir. Þetta kostaði okkur stig í dag."

Burnley hefur farið vel af stað í haust og er með 12 stig eftir 9 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner