Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. október 2019 19:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hólmar Örn í sigurliði - Verr gekk hjá öðrum Íslendingum
Böðvar og Rúnar Alex á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gengur lítið sem ekkert hjá Valerenga um þessar mundir.
Gengur lítið sem ekkert hjá Valerenga um þessar mundir.
Mynd: Valerenga
Í Belgíu tók Oostende á móti Eupen. Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn í vinstri bakverðinum hjá Oostende en liðið tapaði, 2-3.

Oostende hefur 11 stig í 12. sæti deildarinnar.

Oostende 2 - 3 Eupen

Í Búlgaríu sigraði Levski Sofia lið Arda á heimavelli. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn hjá Levski.

Levski er sem stendur í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Ludogorets.

Levski Sofia 2 - 1 Arda

Rúnar Alex Rúnarsson vermdi varamannabekkinn hjá Dijon þegar liðið gerði 0-0 jafntefli við Lyon.

Dijon er í botnsæti deildarinnar með níu stig eftir tíu leiki.

Lyon 0 - 0 Dijon

Ögmundur Kristinssonvarði mark AEL Larissa sem gerði 2-2 jafntefli við Panetolikos. Samkvæmt tölfræði Flashscore varði Ögmundur tvö skot í leiknum.

Larissa er í 6. sæti deildarinnar sem stendur með níu stig.

Panetolikos 2 - 2 AEL Larissa

Aron Bjarnason kom inn á sem varamaður í 1-0 tapi Ujpest á útivelli gegn Ferncvaros í ungversku OTP Bank Liga.

Aron lék síðasta korterið hjá gestunum sem sitja í 7. sæti með tíu stig.

Ferencvaros 1 - 0 Ujpest

Þá sat Böðvar Böðvarsson allan tímann á varamannabekk Jagiellonia sem sigraði Cracovia á heimavelli, 3-2.

Jagiellonia er í 4. sæti með 20 stig eftir 12 umferðir. Böðvar hefur ekki spilað í deildinni síðan 12. ágúst.

Jagiellonia 3 - 2 Cracovia

Uppfært 21:26

Valerenga, lið Matthíasar Vilhjálmssonar, tapaði 0-2 gegn Stabæk í norsku Eliteserien. Leikurinn var sá ellefti í röð hjá Valerenga án sigurs. Matthías lék allan leikinn.

Liðið er sem stendur í 9. sæti með 29 stig

Valerenga 0 - 2 Stabæk
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner