Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. október 2019 14:14
Ívan Guðjón Baldursson
Sherwood um Gylfa: Verður að vera í byrjunarliðinu
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af bekknum og innsiglaði sigur Everton gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gylfi kom inn á 87. mínútu og skoraði í uppbótartíma, með glæsilegu skoti utan teigs.

Tim Sherwood, fyrrum þjálfari Gylfa hjá Tottenham, var í sjónvarpsveri beIN og talaði vel um Gylfa eftir markið.

„Aðrir reyndir atvinnumenn með hundruði úrvalsdeildarleikja á bakinu myndu kannski ekki koma svona sprækir inn á 87. mínútu en þessi strákur gerir það. Þessi strákur er með persónuleika, hann vill sýna stjóranum að hann á skilið að vera í byrjunarliðinu," sagði Sherwood.

„Við sáum Theo Walcott og Iwobi fá auðveld færi. Skotið hans Gylfa var ekki einu sinni úr færi, hann skapaði sér pláss og skoraði glæsilegt mark. Þegar hann gerir þessa hreyfingu þá veistu að boltinn endar í netinu.

„Hann æfir þetta stöðugt og maður verður að segja honum að koma inn af æfingasvæðinu því annars gleymir hann sér. Þetta er topp atvinnumaður og topp leikmaður.

„Þegar lið eins og Everton á í erfiðleikum í úrvalsdeildinni þá verður þessi strákur að vera í byrjunarliðinu. Þetta er ekki strákur sem vill bara vera ríkur. Hann vill spila fótbolta í hverri einustu viku.

„Ef hann dettur úr liðinu og fær ekki meiri spiltíma á árinu þá mun hann finna sér leið burt frá félaginu."

Athugasemdir
banner
banner
banner