Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. október 2019 20:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Alvaro Odriozola skúrkur í tapi Real Madrid
Odriozola fær að líta sitt annað gula spjald.
Odriozola fær að líta sitt annað gula spjald.
Mynd: Getty Images
Angel hetja Getafe í dag.
Angel hetja Getafe í dag.
Mynd: Getty Images
Real Madrid heimsótti Mallorca í lokaleik dagsins í spænsku La Liga. Real var fyrir umferðina á toppi deildarinnar en Barcelona hirti toppsætið með sigri fyrr í dag.

Lago Junior kom Mallorca yfir á 7. mínútu eftir undirbúning Aleix Febas. Junior skoraði framhjá Thibaut Courtois sem var aftur kominn í markið hjá Real eftir fjarveru. Alvaro Odriozola leit alls ekki vel út í vörn Real í markinu.

Eden Hazard lék ekki með Real þar sem hann varð faðir á dögunum og fékk frí.

Fátt markvert gerðist í leiknum. Odriozola átti eftir að fullkomna sinn hræðilega dag en á 74. mínútu fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Real liðið lék afspyrnu illa í dag og mega stuðningsmenn liðsins vel hafa áhyggjur af spilamennskunni.

Fyrr í dag lagði Getafe lið Leganes, 2-0. Varamaðurinn Angel gerði bæði mörk Getafe í leiknum.

Real er í 2. sæti deildarinnar, stigi á eftir Barcelona. Getafe er í 6. sæti, Mallorca er í 14. sætinu og Leganes er í botnsæti deildarinnar.

Mallorca 1 - 0 Real Madrid
1-0 Lago Junior ('7 )
Rautt spjald:Alvaro Odriozola, Real Madrid ('74)

Getafe 2 - 0 Leganes
1-0 Angel Rodriguez ('64 )
2-0 Angel Rodriguez ('84 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner