Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. október 2020 14:31
Elvar Geir Magnússon
Argentínska deildin aftur af stað eftir sjö mánaða hlé
Mynd: Getty Images
Argentínski boltinn fer aftur af stað núna í lok október en fótboltinn hefur legið niðri í landinu í marga mánuði vegna heimsfaraldursins.

Argentínsk félög hafa þó fengið undanþágur til að spila í meistarakeppni Suður-Ameríku.

En argentínska efsta deildin fer af stað þann 30. október og B-deildin hefst viku síðar.

Fótboltinn í Argentínu var stöðvaður í apríl og þar var ákveðið að engin lið myndu falla.


Athugasemdir
banner
banner
banner