Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 19. október 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Ruben Dias mun leiða liðið
Mynd: Getty Images
Josep Guardiola hefur gríðarlega miklar mætur á portúgalska miðverðinum Ruben Dias sem Manchester City borgaði rúmlega 60 milljónir punda fyrir.

Dias átti mjög góðan leik í 1-0 sigri gegn Arsenal um helgina og hrósaði Guardiola portúgalska landsliðsmanninum í hástert eftir leikinn.

„Það væru stór mistök að bera Ruben Dias saman við Vincent Kompany vegna þess að Kompany er einstakur. Ruben og Nathan Ake eru báðir mjög ungir en þeir gera lítið af mistökum. Á síðustu leiktíð var okkur oft refsað fyrir varnarmistök og ég hef á tilfinningunni að þessir tveir varnarmenn verði mikilvægir fyrir framtíð félagsins," sagði Guardiola.

„Ruben er frábær í hjarta varnarinnar því hann talar mikið og er góður að stjórna mönnum í kringum sig. Hann er mikill leiðtogi og mun bráðum verða stór partur af klefanum og leiða liðið áfram.

„Það má ekki gleyma að hann er fastamaður í portúgalska landsliðinu. Það er ekki af ástæðulausu, hann er ótrúlegur leikmaður."


Dias er 23 ára gamall og hefur fengið 90 mínútur í báðum úrvalsdeildarleikjum Man City frá komu sinni til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner