Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. október 2022 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diego að snúa aftur eftir 225 daga í meiðslum
Diego Jóhannesson.
Diego Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski Íslendingurinn Diego Jóhannesson er að snúa aftur á fótboltavöllinn eftir erfið meiðsli.

Diego varð fyrir því óláni að slíta krossband í mars á þessu ári og hefur hann verið í endurhæfingu síðan þá.

Diego er leikmaður Albacete á Spáni en hann á að baki þrjá landsleiki fyrir Ísland. Hann er 29 ára gamall og spilar oftast sem hægri bakvörður.

Albacete tekur það fram á heimasíðu sinni að 225 dagar séu liðnir frá því Diego meiddist en núna er hann byrjaður að æfa með liðinu á ný og það styttist í það að hann muni byrja að spila.

Albacete er í B-deildinni á Spáni og er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner