Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. október 2022 10:22
Elvar Geir Magnússon
Færeyjameistararnir vilja líka fá Patrik
Patrik Johannesen í leik með Keflavík.
Patrik Johannesen í leik með Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Patrik Johannesen, leikmaður Keflavíkur, er eftirsóttur en í gær var greint frá því að Breiðablik hefði gert tilboð í hann og Valur hefði auk þess áhuga.

Færeyski miðillinn bolt.fo segir svo frá því að Færeyjameistarar KÍ frá Klaksvík séu einnig með Patrik á sínum óskalista.

Patrik er 26 ára sóknarsinnaður miðjumaður frá Færeyjum. Hann á að baki átján landsleiki og hefur komið við sögu í fimm af síðustu sjö leikjum landsliðsins.

Hann á enn eitt ár eftir af samningi sínum við Keflavík en ku hafa áhuga á að reyna fyrir sér hjá öðru félagi á næsta ári.

Hann hefur í sumar skorað 10 mörk í 20 leikjum fyrir Keflavík.
Athugasemdir
banner
banner