mið 19. október 2022 09:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Framtíð De Gea í lausu lofti - Edu eftirsóttur
Powerade
Rafael Leao fagnar marki með AC Milan.
Rafael Leao fagnar marki með AC Milan.
Mynd: EPA
David de Gea.
David de Gea.
Mynd: EPA
Edu og Mikel Arteta hjá Arsenal.
Edu og Mikel Arteta hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
De Gea, Jorginho, David, Leao, Alli og margir fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. Það styttist alltaf í janúargluggann og eru alls konar sögur í gangi núna.

Miðjumaðurinn Jorginho er að biðja um launahækkun og vill hann fá 150 þúsund pund í vikulaun ef hann á að skrifa undir nýjan samning við Chelsea. (Evening Standard)

AC Milan er að setja aukinn kraft í það að endursemja við framherjann Rafael Leao (23) eftir að Manchester United fór að sýna honum áhuga. (Express)

Chelsea hefur áhuga á því að kaupa kanadíska framherjann Jonathan David (22) frá Lille í janúar. (Jeunes Footeux)

Tyrkneska félagið hefur svarað fyrir sögusagnir um að miðjumaðurinn Dele Alli (26) sé með ákvæði í samningi sínum sem neyðir félagið til að spila honum. Þær sögur eru ósannar. (Liverpool Echo)

Rafaela Pimenta, umboðsmaður Paul Pogba (29), segir að Manchester United hafi brugðist leikmanninum eins mikið og hann brást félaginu. Pogba yfirgaf Man Utd í sumar eftir misheppnaða dvöl. (Irish Independent)

Chelsea er að skoða það að rifta lánssamningi Denis Zakaria (25) í janúar. Félagið er að leita að öðrum djúpum miðjumanni og eru Edson Alvarez (24) hjá Ajax, Ibrahim Sangare (24) hjá PSV og Romeo Lavia (18) hjá Southampton á óskalistanum. (Express)

William Gallas, fyrrum varnarmaður Arsenal, segir að Brasilíumaðurinn Gabriel Martinelli sé ekki enn nægilega góður til að spila fyrir Real Madrid. (TalkSport)

Edu, sem er yfirmaður fótboltamála hjá Arsenal, er eftirsóttur. Tvö félög í Evrópu hafa sýnt því áhuga á að ráða hann til starfa. Edu segist vera 100 prósent einbeittur á Arsenal. (Fabrizio Romano)

Juventus hefur áhuga á Rodrigo De Paul (28), argentínskum miðjumanni Atletico Madrid. (Calciomercato)

Framtíð markvarðarins David de Gea (31) er í lausu lofti þar sem Erik ten Hag, stjóri Man Utd, er ekki búinn að taka ákvörðun um það hvort spænski makvörðurinn eigi að fá nýjan samning. (Mirror)

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ætlar að fylgjast vel með á Joe Gomez (25), miðverði Liverpool, á næstu vikum. Gomez er staðráðinn í að komast í landsliðshópinn fyrir HM. (Telegraph)

Dion Dublin, fyrrum sóknarmaður Aston Villa, hefur ráðlagt félaginu að ráða Rafa Benitez til að taka við Villa af Steven Gerrard. (Express)

Wolves er í viðræðum við Peter Bosz og Michael Beale um stjórastöðuna hjá félaginu. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner