mið 19. október 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Lampard telur að agi sé upphaf árangurs hjá Everton
Frank Lampard, stjóri Everton.
Frank Lampard, stjóri Everton.
Mynd: EPA
Frank Lampard, stjóri Everton, hefur hert agareglur leikmannahópsins og tekið upp sérstakt sektarkerfi. Lampard var með svipað sektarkerfi þegar hann stýrði Chelsea, þá var til dæmis 20 þúsund punda sekt (3,2 milljónir króna) fyrir að mæta of seint á æfingu.

Hann segir að sektirnar hjá Everton séu ekki eins háar.

Lampard var ekki með sektarkerfi hjá Everton í fyrra þegar hann náði að bjarga liðinu frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Agareglurnar voru hertar á Goodison Park á þessu tímabili.

„Þegar ég tók við Chelsea þá var tilfinningin sú að það þyrfti meiri aga innan hópsins. Leikmönnunum sjálfum fannst það. Þegar ég tók við Everton var aðalmarkmiðið að safna stigum til að halda liðinu uppi," segir Lampard.

„Núna er meiri tími til að huga að öðrum þáttum. Leikmenn tóku þátt í að setja upp sektakerfið svo þeir eru sáttir."

Lampard hefur einnig sett upp sérstakan leiðtogahóp innan leikmannahópsins sem ýtir á að öll umgjörð í kringum liðið sé í lagi og tekur á því ef vandamál skapast innan búningsklefans.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner