Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. október 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lingard verið týndur og tölfræðin sannar það
.Jesse Lingard
.Jesse Lingard
Mynd: EPA
Jesse Lingard hefur ekki verið að skila því sem búist var við þegar hann skrifaði undir hjá Nottingham Forest.

Forest ákvað að gefa Lingard stóran samning í sumar í þeirri von að hann gæti verið í sama formi og hann var í hjá West Ham seinni hluta tímabilsins 2020/21.

Hann hefur engan veginn verið í þeim gír í byrjun tímabilsins og hvorki skorað né lagt upp í byrjun tímabils.

Lingard er bara búinn að ná einu skoti á markið í fyrstu níu leikjum tímabilsins og þá hefur hann aðeins þrjú heppnuð sól (e. dribbles), það er að segja að þá hefur hann rakið boltann þrisvar sinnum fram hjá andstæðingi sínum í níu leikjum til þessa.

Hann er ekki að snerta boltann mikið inn í teig og virðist ekki vera að hafa mikil áhrif á lið Forest

Lingard er að fá gríðarlega mikið borgað og hann þarf klárlega að spila betur ef Forest ætlar að halda sér uppi. Liðið er sem stendur með sex stig og er á fallsvæðinu í ensku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner