Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. október 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
Miðvarðapar Víkings í banni í komandi umferð
Kyle McLagan og Oliver Ekroth.
Kyle McLagan og Oliver Ekroth.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikir næst síðustu umferðar Bestu deildar karla eru framundan, hún hefst á laugardag og henni lýkur á mánudag. Aganefnd KSÍ fundaði í gær og voru sjö leikmenn úrskurðaðir í bann vegna uppsafnaðra áminninga.

Miðverðir Víkings, Kyle McLagan og Oliver Ekroth, verða báðir í banni þegar liðið mætir KR á mánudaginn. Hjá Vesturbæjarliðinu tekur Aron Þórður Albertsson út bann í þeim leik.

Miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson verður í banni þegar Valur tekur á móti Breiðabliki á laugardaginn og Daníel Hafsteinsson í banni þegar KA heimsækir Stjörnuna á sunnudag.

Í neðri hlutanum mætast ÍA og ÍBV á laugardaginn. Árni Salvar Heimisson verður í banni hjá Skagamönnum og Arnar Breki Gunnarsson tekur út bann hjá Eyjamönnum.

laugardagur 22. október

Besta-deild karla - Efri hluti
20:00 Valur-Breiðablik (Origo völlurinn)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 Leiknir R.-Keflavík (Domusnovavöllurinn)
14:00 ÍA-ÍBV (Norðurálsvöllurinn)

sunnudagur 23. október

Besta-deild karla - Efri hluti
17:00 Stjarnan-KA (Samsungvöllurinn)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 Fram-FH (Framvöllur - Úlfarsárdal)

mánudagur 24. október

Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Víkingur R.-KR (Víkingsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner