Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. október 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rekinn innan við viku eftir að hafa rétt misst af stigi á Old Trafford
Mynd: Getty Images

Neil Lennon hefur verið rekinn frá kýpverska liðinu Omonia nokkrum dögum eftir leikinn gegn Manchester United í Evrópudeildinni.


Liðin mættust á Old Trafford á fimmtudagskvöldið þar sem Scott McTominay var hetja United þegar hann skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. Francis Uzoho markvörður Omonia átti stórleik fyrir sitt lið.

Lennon sem er fyrrum stjóri Celtic stýrði Omonia aðeins í sjö mánuði en stjórnin segir að slakt gengi undanfarið sé ástæða bottrekstursins.

Omonia er í sjöunda sæti deildarinnar heima fyrir en Lennon stýrði liðinu til sigurs í bikarnum í maí síðastliðinn. Hann gerði samning út tímabllið 2023-24 í mars.


Athugasemdir
banner
banner