banner
   mið 19. október 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að Arsenal muni ekki ná topp fjórum
Jermaine Pennant
Jermaine Pennant
Mynd: Getty Images

Jermaine Pennant fyrrum leikmaður Arsenal telur að liðið muni hrynja þegar jólatörnin byrjar.


Hann telur að liðið muni ekki enda í topp fjórum á þessu tímabili.

„Ég held að það fari allt í skrúfuna hjá Arsenal eftir jól og detti út úr topp fjórum. Það sem Arteta hefur gert miðað við hvar þeir voru fyrir tveimur, þremur tímabilum er magnað," sagði Pennant.

„Við höfum hrósað Arsenal mikið hvernig þeir hafa byrjað tímabilið en þetta snýst um að halda svona áfram, munu þeir gera það eftir jól?"

Arsenal er með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar eftir að Manchester City tapaði gegn Liverpool um helgina.


Athugasemdir
banner
banner
banner