Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. nóvember 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Baulað á Bonucci: Það eru alltaf einhverjir hálfvitar
Mynd: Getty Images
Ítalía gerði markalaust jafntefli gegn Portúgal í Þjóðadeildinni um helgina. Ítalir voru óheppnir að skora ekki í fyrri hálfleik en Portúgölum tókst að drepa leikinn niður og loka á sóknarleik Ítala í síðari hálfleik.

Leonardo Bonucci var í byrjunarliði Ítala og að spila á San Siro í fyrsta skipti síðan hann yfirgaf AC Milan til að fara aftur til Juventus. San Siro er heimavöllur Milan.

Bonucci er ekki mikils metinn hjá stuðningsmönnum Milan en hann var keyptur til félagsins í fyrra og seldur til baka í sumar. Eftir skiptin í sumar sagði Bonucci að það hafi verið mistök að fara til Milan og mátti heyra áhorfendur baula í hvert skipti sem hann snerti boltann.

„Við gerðum okkar besta og vorum frábærir í fyrri hálfleik en nýttum færin ekki nógu vel," sagði Bonucci við Rai Sport að leikslokum.

„Það eru alltaf einhverjir hálfvitar þarna úti. Þjálfarinn treystir mér og liðsfélagarnir líka, það er allt sem skiptir máli."
Athugasemdir
banner
banner
banner