Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. nóvember 2018 12:30
Arnar Helgi Magnússon
Giroud vill fleiri mínútur hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Einn af Heimsmeisturunum í liði Chelsea, Olivier Giroud segir að hann sé enn sem komið er þolinmóður hvað varðar spiltíma hjá Chelsea.

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea róteraði á milli Giroud og Morata í byrjun tímabils en sá síðarnefndi hefur verið að spila flesta leiki undanfarið.

Giroud segir að samkeppnin sé mikil og hann leggi hart að sér á æfingum.

„Ég kom seinna til æfinga vegna Heimsmeistaramótsins. Morata var mættur fyrr og byrjaði því fyrstu leikina," segir Giroud.

„Ég skoraði gegn Hollandi með landsliðinu í september. Það mark gerði virkilega gott fyrir mig. Eftir það kom ég aftur til Chelsea og spilaði nokkra leiki. Ég upplifi sanngjarna samkeppni hjá Sarri. Morata er að byrja leikina núna en hann er líka að spila vel."

Giroud segir að hann sé ekki farinn að hugsa sér til hreyfings en viðurkennir þó að hann þurfi að spila ætli hann að halda sæti sínu í franska landsliðinu.

„Eins og staðan er í dag er ég rólegur. Ég er ennþá ánægður eftir sumarið. Ég er mikil keppnismaður og vildi óska þess að ég fengi að spila meira. Ég er í frábærum klúbb með frábærum leikmönnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner