Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 19. nóvember 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Griezmann vildi ekki vera í skugga Messi
Mynd: Getty Images
Antoine Griezmann segir að mikilvægi sitt hjá Atletico Madrid hafi spilað stórt hlutverk þegar hann tók ákvörðun um framtíð sína í sumar með því að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Griezmann gat valið á milli þess að vera áfram hjá Atletico eða skipta yfir til Barcelona. Franski sóknarmaðurinn tók sér langan tíma til að hugsa um málið og tilkynnti ákvörðun sína tveimur dögum fyrir fyrsta leik á heimsmeistaramótinu.

„Það var mjög erfitt að hafna Barca. Þetta er risastórt félag sem vill fá mig, hringir í mig og sendir mér skilaboð," sagði Griezmann.

„Svo er Atletico Madrid, félagið sem ég spila fyrir. Hérna er ég mikilvægur leikmaður, liðið er byggt í kringum mig.

„Ég held að undirmeðvitundin hafi spilað sinn part í ákvörðuninni, ég vildi ekki vera í skugga Messi."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner