Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. nóvember 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Inter og Roma búin að bjóða í Tonali
Mynd: Getty Images
Táningurinn Sandro Tonali var kallaður upp í landsliðshóp Ítalíu í fyrsta sinn og er búist við að hann spili sinn fyrsta A-landsleik gegn Bandaríkjunum á þriðjudaginn.

Tonali er 18 ára miðjumaður sem er gjarnan líkt við Andrea Pirlo, en stærstu félög Ítalíu hafa áhuga á honum.

Ítalskir fjölmiðlar segja að Brescia, sem er í umspilsbaráttu B-deildarinnar, hafi þegar hafnað tilboði frá Roma í leikmanninn og nú sé Inter búið að bjóða í hann.

Roma á að hafa boðið 12 milljónir evrar auk 4 milljóna í aukagreiðslur en Inter er talið bjóða 15 milljónir auk 4 milljóna.

Ólíklegt er að Brescia samþykki tilboð Inter þar sem Massimo Cellino, eigandi félagsins, vill 25 milljónir evra fyrir hann. Glöggir lesendur ættu að kannast við Cellino, en hann átti Leeds United í tæp þrjú ár frá 2014 til 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner