Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. nóvember 2018 05:55
Elvar Geir Magnússon
Landsleikir í dag - Þjóðadeild og Ísland mætir Katar
Icelandair
Erik Hamren og Arnór Sigurðsson.
Erik Hamren og Arnór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýskaland og Holland mætast í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld en fyrir leikinn er ljóst að Þjóðverjar eru fallnir í B-deildina, með okkur Íslendingum.

Hollendingum nægir jafntefli til að vinna riðil-1 en ef þeir tapa þá vinna Frakkar riðilinn og komast áfram í úrslitakeppnina.

Í B-deildinni mætast Danmörk og Írland í þýðingarlausum leik. Danir hafa unnið riðilinn og tryggt sér sæti í A-deild en Írar eru fallnir í C-deildina.

Í C-deildinni leika Lars Lagerback og lærisveinar í Noregi gegn Kýpur á útivelli en Norðmenn eru í baráttu um að komast upp í B--deildina.

Við Íslendingar munum þó helst horfa til vináttulandsleiks Íslands gegn Katar sem fram fer í Eupen í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:30 og verður hann í beinni textalýsingu hér.

Vináttulandsleikir:
07:00 Taíland U21 - Ísland U21
18:30 Katar - Ísland (Leikið í Belgíu - Stöð 2 Sport)

Þjóðadeildin - A deild, riðill-1:
19:45 Þýskaland - Holland (Stöð 2 Sport 3)

Þjóðadeildin - B deild - riðill-1:
19:45 Tékkland - Slóvakía

Þjóðadeildin - B deild - riðill-4:
19:45 Danmörk - Írland (Stöð 2 Sport 4)

Þjóðadeildin - C-deild - riðill-3:
19:45 Búlgaría - Slóvenía
19:45 Kýpur - Noregur

Þjóðadeildin - D-deild:
17:00 Andorra - Lettland
17:00 Georgía - Kasakstan
19:45 Makedónía - Gíbraltar
19:45 Liechtenstein - Armenía
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner