Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. nóvember 2018 08:30
Magnús Már Einarsson
Nikolaj Hansen líklega á förum frá Víkingi R.
Nikolaj Hansen fagnar marki.
Nikolaj Hansen fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski framherjinn Nikolaj Hansen er líklega á förum frá Víkingi R. en ólíklegt er að hann geri nýjan samning við félagið fyrir næsta tímabil.

„Ég mun líklega ekki skrifa undir nýjan samning hjá Víkingi," sagði Nikolaj við Fótbolta.net.

„Ég hef verið í viðræðum við félög í Danmörku en er ennþá opinn fyrir því að spila á Íslandi."

Hinn 25 ára gamli Nikolaj kom til Víkings frá Val í júlí glugganum í fyrra.

Í sujmar skoraði hann sex mörk í tuttugu leikjum með Víkingi í Pepsi-deildinni.

Nikolaj kom upphaflega til Vals fyrir tímabilið 2016 en hann hefur skorað 14 mörk í 50 leikjum í Pepsi-deildinni og bikarkeppninni á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner