Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. nóvember 2018 13:30
Arnar Helgi Magnússon
Ronaldo reiður þegar Real seldi Özil
Náðu vel saman hjá Real Madrid
Náðu vel saman hjá Real Madrid
Mynd: Getty Images
Mesut Özil gekk til liðs við Arsenal frá Real Madrid árið 2013 eftir þrjú ár í spænsku úrvalsdeildinni.

Á síðasta tímabilinu sínu í spænsku deildinni var Özil stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar. Honum grunaði þó að tími hans hjá félaginu gæti verið að líða undir lok þegar liðið keypti Luka Modric frá Tottenham.

Arsenal bauð í Özil og flaug hann til London þar sem að Arsene Wenger, þáverandi stjóri Arsenal sannfærði Özil um að koma og að hann yrði lykileikmaður hjá liðinu.

„Ég vonaðist til að ég myndi vera áfram hjá Real en ég fattaði fljótt að þjálfarinn og stjórnarmenn trúðu ekki á mig. Ég þarf stjóra sem að leggur traust á mig og þess vegna ákvað ég að koma hingað," sagði Özil á sínum fyrsta blaðamannafundi hjá Arsenal.

Cristiano Ronaldo var ekki ánægður með söluna á Özil.

„Þetta voru mjög slæmar fréttir fyrir mig. Özil var sá leikmaður sem þekkti mig best og vissi hvar hann gat fundið mig fyrir framan markið. Ég var mjög reiður þegar ég heyrði af þessu," sagði Ronaldo.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner