Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 19. nóvember 2018 07:00
Elvar Geir Magnússon
Segir að dyrnar séu klárlega opnar fyrir Theodór Elmar
Icelandair
Theodór Elmar Bjarnason.
Theodór Elmar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Athygli vakti að Theodór Elmar Bjarnason komst ekki í landsliðshóp Íslands í yfirstandandi glugga, þrátt fyrir gríðarleg forföll.

Þessi 31 árs leikmaður á 41 landsleik fyrir Ísland en félag hans í Tyrklandi hefur verið í fjárhagsörðugleikum og fékk Íslendingurinn sig lausan frá því á dögunum.

Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari var spurður út í það í ítarlegu spjalli í nýjasta Innkasti Fótbolta.net af hverju Theodór Elmar var ekki valinn í hópinn núna?

„Ég hef alltaf verið hrifinn af Elmari, frábær leikmaður og fjölhæfur. Hann hefur reynst íslenska landsliðinu vel þegar hann hefur fengið traust," segir Freyr.

„Hann fékk tækifæri á vondum tíma í september. Svo er hann í ströggli hjá félagi sínu í Tyrklandi, fær rauð spjöld og klúbburinn er bara í ruglinu. Ég dæmi hann ekki út frá því."

„Erik vildi skoða aðra möguleika á meðan staða hans í félagsliðinu væri svona. Nú er Elmar farinn frá klúbbnum og finnur sig vonandi hjá nýju félagi. Dyrnar eru klárlega opnar fyrir frábæran fótboltamann eins og Elmar er."

Smelltu hér til að hlusta á 45 mínútna spjall við Frey í Innkasti frá Belgíu

Sjá einnig:
Theodór Elmar á inni stórar fjárhæðir
Athugasemdir
banner
banner
banner