Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 19. nóvember 2018 11:00
Arnar Helgi Magnússon
Segir Joe Gomez í sama klassa og Varane
Gomez í baráttu við Ivan Perisic í leiknum í gær
Gomez í baráttu við Ivan Perisic í leiknum í gær
Mynd: Getty Images
Joe Gomez hefur verið einn af betri leikmönnum Liverpool á leiktíðinni. Hann hefur að mestum hluta leikið við hlið Virgil Van Dijk sem miðvörður ásamt því að hafa leyst stöðu hægri bakvarðar.

Gomez hefur fengið mikið lof fyrir sína frammistöðu með enska liðinu á móti Króatíu í Þjóðadeildinni í gær. England fór með sigur af hólmi, 2-1 og tryggði sér sæti í undanúrslitum keppninnar.

Írska knattspyrnugoðsögnin Tony Cascarino, sem nú starfar sem pistlahöfundur hjá miðlinum Times líkir Joe Gomez við Raphael Varane leikmann Real Madrid og Bobby Moore en sá vann Heimsmeistaratitilinn með Englandi árið 1966.

„Englendingar eru komnir með miðvörð í Joe Gomez sem mun eigna sér þessa stöðu næstu tíu árin, hið minnsta," segir Cascarino.

„Fyrir mér er Gomez strax kominn í sama gæðaflokk og Raphael Varane. Báðir heimsklassa leikmenn."

„Hann minnir óneitanlega á hugarfar Bobby Moore, hann gerir þessa einföldu hluti svo ótrúlega vel. Hann sér boltann, fer og vinnur hann. Hann skynjar hættu, fer og stoppar hana í fæðingu. Hann fær boltann og sendir hann. Þetta er allt svo einfalt fyrir hann."





Athugasemdir
banner
banner